Chernobyl Jazz Club

  • Ingimundur Elli (Elli) – Bassi (Bootlegs – Dos Pilas)
  • Sigurður Gíslason (Siggi) – Gítar (Dos Pilas – Bootlegs – Bleeding Volcano)
  • Amalía – Söngur (Black Desert Sun)
  • Hreiðar Marinósson – Trommur (Pornopop)

Grímulaust er fyrsta plata rokk hljómsveitarinnar Chernobyl Jazz Club. Platan kom út þann 2/6/2021 á öllum helstu tónlistarveitum. Grímulaust var tekin upp yfir 2 helgar í janúar og apríl á þessu ári í stúdíó Hljóðverk og stjórnaði upptökum hann Einar Vilberg (Noise) og sá einnig um masteringu.

Lögin á plötunni fjalla um allt á milli himins og jarðar, allt frá áhrifavöldum til morðingja. Texti Jazzklúbbsins var saminn eftir að Elli lét langþráðan draum rætast og heimsótti Chernobyl 2018. Langar er um hvað öllum langar að gera eftir Covid innilokun 🙂 Sumarið er allt of stutt var samið til að vega upp á móti annars oft frekar hrikalegum textum og úr varð þetta gleðilega lag. Instarass er ádeila á útlitsdýrkun, áhrifavalda og samfélagsmiðla. Hugmyndin að Morð kemur af gömlu morðmáli sem átti sér stað við klapparstíg, það mál er svo vel kryddað að úr varð Morð.  Ruðvalgur er birtingarmynd kvíða og þunglyndis og fjallar lagið um það hvernig þessi yfirþyrmandi tilfinning getur heltekið fólk. Svarta úti skrímslið fjallar um ofdrykkju og afleiðingar sem það getur haft í för með sér.

Allir textar eru á Íslensku og lög og textar samið af Chernobyl Jazz Club.

Chernobyl Jazz Club hefur verið starfandi í þessari mynd síðan á haustdögum 2020 eða þegar Amalía gekk til liðs við sveitina sem hafði verið söngvara laus frá byrjun sumars 2020. Meðlimir koma úr öllum áttum og hittust flestir í fyrsta sinn á æfingu CJC fyrir utan að Elli og Siggi höfðu spilað saman í Dos Pilas og Bootlegs höfðu aðrir ekki spilað áður saman, en þetta small allt saman og úr varð Chernobyl Jazz Club. Í janúar 2022 hætti Gummi úr sveitinni og er bandið starfandi sem kvartett í dag.

KV

Chernobyl Jazz Club

Hafðu samband:

chernobyljazzclub@gmail.com

Samsfélagsmiðlar


Radio masters. wav files.


ISRC kóðar – Nafn – Lengd

ISV982111201 – Jazzklúbburinn (3:36)

ISV982149401 – Svarta úti skrímslið (02:01)

ISV982149101 – Instarass (02:25)

ISV982149201 – Morð (04:50)

ISV982111202 – Ruðvalgur (4:18)

ISV982149301 – Sumarið er allt of stutt (03:18)

ISV982149501 – Útför aðalsins (03:58)

ISV982111203 – Langar (4:38)


Myndir – Logo, Plötu umslag og hljómsveitarmynd